Fashanaætt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Fashani (Phasianus colchicus)
|
|||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||
|
|||||||||||
|
|||||||||||
Margar, sjá grein
|
Fashanaætt (fræðiheiti: Phasianidae) er fjölbreytt ætt hænsnfugla sem telur meðal annars fashana, kornhænur og nytjahænsn. Samband amerískra fuglafræðinga flokkar orraætt, perluhænsn og kalkúnaætt sem undirættir í fashanaætt.
Einkenni á tegundum þessarar ættar eru að þær fljúga lítið, eru breytilegar að stærð en gjarnan holdugar, með breiða, stutta vængi. Margar tegundir eru með spora aftan á leggnum. Karlfuglar hinna stærri tegunda eru oft mjög litskrúðugir. Dæmigerð fæða eru fræ, ásamt nokkrum skordýrum og berjum.
Þessi stóra ætt inniheldur nokkra flokka sem sumir samsvara sérstakri ættkvísl en aðrir eru lausleg flokkun tengdra ættkvísla.
[breyta] Ættkvíslir
- Kornhænsn
- Coturnix (9 tegundir)
- Anurophasis monorthonyx (í útrýmingarhættu)
- Perdicula (4 tegundir)
- Ophrysia superciliosa (í bráðri útrýmingarhættu)
- Akurhænsn
- Alectoris (7 tegundir)
- Ammoperdix (2 tegundir)
- Arborophila (18 tegundir)
- Bambusicola (2 tegundir)
- Caloperdix oculea
- Haematortyx sanguiniceps
- Lerwa lerwa
- Margaroperdix madagascarensis
- Melanoperdix nigra
- Perdix (3 tegundir)
- Ptilopachus petrosus
- Rhizothera longirostris
- Rollulus rouloul
- Xenoperdix (2 tegundir)
- Fashanar
- Argusianus argus
- Catreus wallichi
- Chrysolophus (2 tegundir)
- Crossoptilon (4 tegundir)
- Ithaginis cruentus
- Lophura (10 tegundir)
- Phasianus (2 tegundir)
- Polyplectron (7 tegundir)
- Pucrasia macrolopha
- Rheinartia ocellata
- Syrmaticus (5 tegundir)
- Snjóhænsn (Tetraogallus) (5 tegundir)
- Svarthænsn (Francolinus) (41 tegundir)
- Sporahænsn (Galloperdix) (3 tegundir)
- Tragopan (5 tegundir)
- Lophophorus (3 tegundir)
- Páhænsn
- Pavo (2 tegundir)
- Afropavo congensis
- Kambhænsn (Gallus) (5 tegundir, þar á meðal nytjahænsn)