Ferð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferð (tákn: v) er tölugildið af hraða hlutar. Ólíkt hraða hefur ferð enga stefnu, og eining ferðar er vegalengd (d) á hverja tímaeiningu (t). Það sem í daglegu tali er nefnt hraðamælir á bíl mælir því alla jafna ekki hraða heldur ferð, þar sem hann skráir engar upplýsingar um þá stefnu sem ekið er í. Til að fá upplýsingar um stefnuna þyrfti að notast við upplýsingar frá áttavita eða GPS tæki.
Stærðfræðilega má lýsa (meðal)hraða með eftirfarandi jöfnu:
Algengar mælieiningar sem lýsa hraða eru:
- metrar á sekúndu, (tákn m/s), sem er sú hraðaeining sem SI einingakerfið notast við
- kílómetrar á klukkustund, (tákn km/h)
- mílur á klukkustund, (tákn mph)
- hnútar (sjómílur á klukkustund, merki kt)
- Mach tala, þar sem Mach 1 er hraði hljóðsins; Mach n er þá n sinnum meiri hraði
-
- Mach 1 = ~343 m/s = ~1235 km/h = ~768 mi/h (sjá hljóðhraði fyrir nánari upplýsingar)
- ljóshraði í lofttæmi (táknc) er einn af þeim grunnföstum sem eðlisfræðingar nota til að skilgreina mælieiningar
-
- c = 299,792,458 m/s
- Önnur mikilvæg hlutföll:
-
- 1 m/s = 3.6 km/h
- 1 mph = 1.609 km/h
- 1 knot = 1.852 km/h = 0.514 m/s
Breyting ferðar á tímaeiningu nefnist hröðun.