Gíbraltarhöfði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gíbraltarhöfði er höfði á Gíbraltar við norðurhluta Gíbraltarsunds. Grikkir töldu hann aðra af Súlum Herkúlesar.
[breyta] Jarðfræði
Höfðinn er um 6 km² klettur úr kalksteini sem varð til fyrir um 55 milljón árum á Júratímabilinu þegar Afríkuflekinn rakst á Evrópu. Miðjarðarhafið varð þá að vatni sem þornaði svo upp.
Fyrir um 5 milljónum ára braust svo Atlantshafið í gegnum Gíbraltarsund með þeim afleiðingum að Atlantshafið flæddi inn og fyllti hið forna uppþornaða vatn og Miðjarðarhafið varð til.