Miðjarðarhaf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðjarðarhaf er innhaf sem tengist Atlantshafinu um Gíbraltarsund. Hafið markast af þremur heimsálfum; í norðri af Evrópu, í austri af Asíu og í suðri af Afríku. Hafið nær yfir 2.5 milljón ferkílómetra stórt svæði.
[breyta] Nafnsifjar
Nafnið Miðjarðarhaf kemur úr latínu mediterraneus (medius, miðja + terra, jörð). Rómverjar kölluðu það Mare Nostrum („okkar haf“).
[breyta] Landafræði
Miðjarðarhafið tengist Atlantshafi um Gíbraltarsund í vestri og Marmarahafi og Svartahafi um Bosporussund og Dardanellasund í austri. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhaf við Rauðahaf yfir Súeseiðið í Egyptalandi.
Í hafinu er gríðarlegur fjöldi eyja. Meðal þeirra stærstu eru:
- Kýpur, Krít, Evboea og Rótey í austri
- Sardinía, Korsíka, Sikiley og Malta í miðjunni
- Íbísa, Mæjorka og Menorka (Baleareyjar) í vestri