Hafís
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hafís er samheiti yfir ís sem flýtur á hafinu. Af honum eru tvær megintegundir, rekís og lagnaðarís. Rekís er sá ís sem rekur utan af hafi og leggst stundum upp að landi, einkum þegar kalt er í ári. Að ströndum Íslands kemur hann einkum úr norð-vestri, frá íshafinu í kring um Grænland. Lagnaðarís verður hins vegar til í landsteinum, og frekar sjaldan nema á allra köldustu vetrum, enda frýs saltvatn ekki fyrr en við töluvert lágt hitastig. Það er kallað að fjörð leggi þegar yfirborð hans frýs.