Henri Matisse
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Henri Matisse (31. desember 1869 – 3. nóvember 1954) var franskur myndlistarmaður sem er þekktur fyrir málverk í sterkum litum og mjúk, flæðandi form. Hann telst til póstimpressjónistanna. Hann var leiðtogi hóps málara sem fékkst við fauvisma og taldi einnig Georges Braque, André Derain, Raoul Dufy og Maurice Vlaminck.