Hobbitinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hobbitinn (enska: The Hobbit) er ævintýraskáldsaga eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien sem fjallar um leiðangur hobbitans Bilbó Bagga með þrettán dvergum og vitka til Fjallsins eina þar sem þeir ætla sér að endurheimta fjarsjóð úr höndum dreka að nafni Smeyginn. Sagan kom fyrst út 21. september 1937 sem barnabók, en hún er eins konar inngangur að Hringadróttinssögu, sem Tolkien skrifaði síðar. Bókinni var snúið á íslensku af Þorsteini Thorarensen.