Isaac Asimov
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Isaac Asimov (2. janúar? 1920 – 6. apríl 1992) var bandarískur rithöfundur og lífefnafræðingur af rússneskum gyðingaættum. Hann er þekktur fyrir vísindaskáldsögur sínar og fjölmörg vísindarit fyrir almenning. Ein skáldsaga hans, Stálhellar, sú fyrsta í vélmennasyrpu hans, hefur komið út á íslensku í þýðingu Geirs Svanssonar. Á æviferli sínum skrifaði hann meira en 400 bækur sem spanna allt Dewey-flokkunarkerfið að undanskildri heimspeki. Hann var einn verkadrýgsti rithöfundur 20. aldarinnar. Áhrifa hans gætir í mörgum verkum síðari höfunda, til dæmis Star Wars myndum George Lucas.