Jólakötturinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jólakötturinn er óvættur í íslenskum þjóðsögum. Jólakötturinn er húsdýr hjá Grýlu og Leppalúða, en er þekktur fyrir að éta börn sem ekki fá flíkur í jólagjöf. Í öðrum útgáfum frásagnarinnar étur jólakötturinn matinn frá börnunum frekar en börnin sjálf, og í enn öðrum gildir þetta jafnt um fullorðna.
Í öðru bindi þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar segir um jólaköttinn:
- Þó gátu menn ekki notið jólagleðinnar með öllu áhyggjulausir því auk jólasveinanna var það trú að óvættur væri á ferð sem kallaður væri jólaköttur. Hann gerði reyndar engum þeim mein sem eignuðust einhverja nýja flík að fara í á aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekkert nýtt fat fengu „fóru allir í jólaköttinn“ svo hann tók þá eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra og þótti þá góðu fyrir goldið ef kötturinn gerði sig ánægðan með hann.
[breyta] Heimildir
- Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
- Jólamjólk - Jólakötturinn, Grýla og Leppalúði. Skoðað 14. desember, 2005.