Júrí Gagarín
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júrí Alexejevítsj Gagarín (rússneska: Юрий Алексеевич Гагарин; 9. mars 1934 – 27. mars 1968) var rússneskur geimfari og fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn 12. apríl 1961.
Hann lærði flug samhliða vélvirkjun og var herflugmaður á orrustuflugvélum. 1960 var hann valinn ásamt 20 öðrum til að taka þátt í Vostok-áætluninni. Eftir strangt þjálfunarferli var hann valinn til að verða fyrsti maðurinn í geimnum. Valið stóð milli hans og German Títov sem varð síðan annar maðurinn í geimnum.
12. apríl 1961 fór Gagarín út í geiminn með Vostok 1. Samkvæmt fjölmiðlum á hann að hafa sagt þegar hann var kominn á braut um jörðu, Ég sé engan guð hérna uppi.
Gagarín lést í flugslysi þegar MiG-15 orrustuflugvél sem hann stýrði hrapaði.