Jakob Bernoulli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jakob (Jaques/James) Bernoulli (1654 – 1705) var svissneskur stærðfræðingur. Fjölskyldan bjó í Basel. Nokkrir bræður hans voru miklir stærðfræðingar einnig, sérstaklega Johann Bernoulli. Jakob lagði mest til mála á sviði örsmæðareiknings og líkindafræði. Bókin Ars conjectandi (Listin að draga ályktanir) kom út að honum látnum árið 1713.