Johannes Ewald
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johannes Ewald (18. nóvember 1743 – 17. mars 1781) var danskt leikskáld sem skrifaði á mótum upplýsingarinnar og rómantíkurinnar. Hann er þekktur fyrir kvæðið „Kong Kristian stod ved højen mast“ úr söngleiknum Fiskerne frá 1779 sem er sá þjóðsöngur, sem notaður er, þegar einhver úr konungsfjölskyldunni er á staðnum. Þess vegna er þetta kvæði oftast kallað konungssöngurinn.