Kahimi Karie
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kahimi Karie (カヒミ・カリィ, f. Mari Hiki, 比企マリ, 16. mars 1968) er japönsk Shibuya-kei-söngkona sem hefur gefið út lög á ensku, frönsku auk japönsku. Hún er einkum þekkt fyrir barnslega, hvíslandi rödd. Hún hefur unnið með öðrum Shibuya-kei tónlistarmönnum eins og Cornelius og skoski tónlistarmaðurinn Momus (Nick Currie) hefur skrifað mörg lög fyrir hana.