Franska
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
franska (français) | |
---|---|
Talað hvar: | Frakkland, Belgía, Sviss, Kanada ásamt 48 öðrum löndum |
Heimshluti: | Vestur-Evrópa, Norður-Afríka og Norður-Ameríka |
Fjöldi málhafa: | 173 milljónir |
Sæti: | 13 |
Ætt: | Indóevrópskt |
Opinber staða | |
Opinbert tungumál: | Frakkland, Belgía, Fílabeinsströnd, Kanada, Sviss og fleir en 30 önnur lönd |
Stýrt af: | Académie française |
Tungumálakóðar | |
ISO 639-1: | fr |
ISO 639-2: | fre (B)/fra (T) |
SIL: | FRN |
Tungumál – Listi yfir tungumál | |
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Franska (franska: français) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu.
Franska er töluð víðs vegar í heiminum og er ellefta mest notaða tungumál heims. Hún er móðurmál um 77 milljóna manns, auk þess sem hún er annað tungumál um 51 milljón manns. Hún er upprunin í Frakklandi og töluð þar og víða þar sem Frakkar áttu áður nýlendur.
Franska er opinbert tungumál í Frakklandi, Lýðveldinu Kongó, Kanada, Madagaskar, Fílabeinsströndinni, Kamerún, Búrkína Fasó, Malí, Senegal, Belgíu, Rúanda, Haítí, Sviss, Búrúndí, Tógó, Miðafríkulýðveldinu, Kongó, Gabon, Kómoreyjum, Djíbútí, Lúxemborg, Guadeloupe, Martiník, Máritíus, Vanúatú, Seychelleseyjum og Mónakó. Auk þess er hún nokkuð mikið töluð í Alsír, Túnis, Marokkó og fleiri löndum en er þó ekki opinbert tungumál þar.
Til eru ýmsar mállýskur af frönsku.