Kapítalismi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kapítalismi er frjálst markaðshagkerfi þar sem flest framleiðslutæki eru í einkaeign og fjárfest er í framleiðslu og dreifingu varnings eða þjónustu með það að markmiði að hámarka gróðann. Kapítalískir framleiðsluhættir breiddust út upp úr 16. öld í þann mund sem lénsskipulagið í Evrópu var að hverfa á braut. Í upphafi 20. aldar jukust ríkisafskipti af efnahagslífinu og flest markaðskerfi heimsins urðu blandaðri. Kapítalistar kallast þeir er telja kapítalisma það hagkerfisskipulag sem muni leiða fram í dagsljósið stjórnmálafrelsi og jafnrétti. Á öndverðu meiði eru sósíalistar sem telja einkaeign framleiðslutækja lítið annað en arðrán.