Kristján 2.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
||||
|
||||
|
||||
Ríkisár | 22. júlí 1513 - 20. janúar 1523 Danmörku 1513 - 20. janúar 1523 Noregi (ríkisstjóri frá 1506) 1. nóvember 1520 - ágúst 1521 Svíþjóð |
|||
Fædd(ur) | 2. júlí 1481 | |||
Nyborg | ||||
Dáin(n) | 25. janúar 1559 | |||
Kalundborg | ||||
Gröf | Óðinsvéum | |||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Hans konungur | |||
Móðir | Kristín af Saxlandi | |||
Drottning | Ísabella af Búrgund |
Kristján 2. (2. júlí 1481 – 25. janúar 1559) var konungur Danmerkur og Noregs frá 1513 til 1523 og konungur Svíþjóðar frá 1520 til 1521 innan Kalmarsambandsins. Hann var sonur Hans konungs og Kristínar af Saxlandi. Í Svíþjóð var hann þekktur sem Kristján harðstjóri vegna þess hvernig hann lagði landið undir sig og hlutdeild sína í Stokkhólmsvígunum. Eftir þau missti hann stjórn á Svíþjóð með þeim afleiðingum að Kalmarsambandið leystist endanlega upp og Svíþjóð varð sjálfstæð undir stjórn Gústafs Vasa 1.
Stríðsreksturinn í Svíþjóð og gegn Hansasambandinu var byrði á aðlinum í Noregi og Danmörku og á endanum gerði aðallinn á Jótlandi uppreisn og bauð frænda hans Friðriki greifa af Holsetalandi konungdóminn. Kristján flúði til Hollands og dvaldi þar í útlegð. Hann gerði tilraun til að endurheimta krúnuna í árið 1531 sem endaði með uppgjöf árið eftir og fangelsun í Sønderborg-kastala og síðan Kalundborg til dauðadags. Greifastríðið (1534 til 1536) var háð til að reyna að koma honum aftur til valda, gegn syni Friðriks, Kristjáni 3.
Fyrirrennari: Hans konungur |
|
Eftirmaður: Friðrik 1. |
|||
Fyrirrennari: Hans konungur |
|
Eftirmaður: Friðrik 1. |
|||
Fyrirrennari: Sten Sture yngri |
|
Eftirmaður: Gústaf Vasa 1. |