1520
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
[breyta] Atburðir
- Jón Arason tekur við ráðsmennsku á Hólum eftir lát Gottskálks Nikulássonar biskup.
- 18. janúar – Kristján II sigrar Svía undir Sten Sture í orrustunni á ísnum á Åsunden.
- Júní - Montesúma II keisara Asteka, steypt af stóli þar sem hann er fangi Spánverja, og bróðir hans Cuitláhuac kjörinn keisari.
- 1. júlí - La Noche Triste, stórorrusta milli Spánverja og Asteka á brú við borgina Tenochtitlán þar sem 400 Spánverjar og 2.000 innfæddir bandamenn þeirra týna lífinu. Foringi Spánverja, Hernán Cortés, sleppur naumlega.
- Október - Cuitláhuac, keisari Asteka, deyr úr bólusótt. Cuauhtémoc tekur við.
- 1. nóvember - Kristján II kjörinn konungur Svíþjóðar.
- 8.-10. nóvember - Stokkhólmsvígin: Um 85 sænskir aðalsmenn teknir af lífi fyrir að berjast gegn Kristjáni.
- 28. nóvember - Þrjú skip undir stjórn Ferdinands Magellans koma á Kyrrahafið eftir að hafa siglt um sundin í Suður-Ameríku.