Lögrétta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lögrétta var dómstóll undir forsæti lögmanns og eftir 1283 tveggja lögmanna. Hún var skipuð 36 lögréttumönnum, þremur úr hverju þingi tilnefndum úr hópi nefndarmanna, en auk þeirra áttu lögmenn sæti í lögréttu.
Lögréttan var æðsti dómstóll hérlendis, uns yfirréttur var stofnaður árið 1593.
Í 4. kap. þingfararbálks Jónsbókar segir, að þeir menn sem í lögréttu séu nefndir skuli „dæma lög um þau mál öll, er þangað eru skotin og þar eru löglega fram borin“.
Um staðsetningu lögréttu er ekki vitað en af heimildum frá 13. öld má draga þá ályktun að það hafi verið á völlunum fyrir neðan Lögberg.