Landlukt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Land telst landlukt ef það hefur ekki strandlengju að sjó. Í heiminum eru 42 landlukt lönd, og þar af eru tvö, Úsbekistan og Liechtenstein, tvílandlukt, það er að segja að þau eiga eingöngu landamæri að landluktum löndum.