Langanes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Langanes er nes á norðausturlandi á milli Bakkaflóa og Þistilfjarðar. Nesið er rúmlega 40 km langt og ysti tangi þess er Fontur.
Nesið hefur ávallt verið strjálbýlt, stærsta byggðin er sjávarþorpið Þórshöfn á vesturströndinni.
Gunnólfsvíkurfjall (719 m) er hæsta fjallið á svæðinu og á toppi þess er rekin ratsjárstöð. Önnur ratsjárstöð var rekin á vegum Atlantshafsbandalagsins á Heiðarfjalli árunum 1954–1968.