Atlantshafsbandalagið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atlantshafsbandalagið (einnig NATÓ eftir enskri skammstöfun á nafni þess: North Atlantic Treaty Organisation eða OTAN eftir franskri skammstöfun hinu opinbera heiti þess, (l'Organisation du Traité de l'Atlantique Nord) er alþjóðastofnun á sviði varnarsamstarfs. Skrifað var undir stofnsáttmála bandalagsins í Washington D.C. 4. apríl 1949.
Kjarni bandalagsins er 5. grein stofnsáttmálans þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll. Sú grein var hugsuð til að gera Sovétríkjunum það ljóst að innrás inn í Vestur-Evrópu jafngilti stríðsyfirlýsingu við Bandaríkin og allan hernaðarmátt þeirra. Á móti stofnuðu Sovétríkin ásamt leppríkjum þeirra í Austur-Evrópu Varsjárbandalagið. Innrás Sovétmanna varð þó aldrei að veruleika og 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni en það var 12. september 2001 eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin.
[breyta] Aðildarríki

Stofnfélagar (1949):
- Bandaríkin
- Belgía
- Bretland
- Danmörk
- Frakkland
- Holland
- Ísland
- Ítalía
- Kanada
- Lúxemborg
- Noregur
- Portúgal
Ríki sem fengu inngöngu síðar:
- Grikkland (1952)
- Tyrkland (1952)
- Þýskaland (1955)
- Spánn (1982)
- Pólland (1999)
- Tékkland (1999)
- Ungverjaland (1999)
- Búlgaría (2004)
- Eistland (2004)
- Lettland (2004)
- Litháen (2004)
- Rúmenía (2004)
- Slóvakía (2004)
- Slóvenía (2004)
Þýskaland gekk í sambandið sem Vestur-Þýskaland, landsvæðið sem áður var Austur-Þýskaland varð hluti af NATÓ með sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990.