Millennium (Hellsing)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Millennium | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
|
||||||||
|
- Þessi grein fjallar um skáldsagnakennda hópinn Millennium úr Hellsing. Til að sjá aðrar síður geturðu skoðað Millennium.
Millennium (enska. árþúsund) er skáldsagnakennd stofnun úr manga seríunni Hellsing, skrifuð af Kouta Hirano. Millennium stofnunin er Nasistastofnun, en heiti hennar "Millennium" vísar til "þúsundáraríkisins" sem Adolf Hitler vildi stofna. Eftir að stríðinu lauk dró þessi dularfulli hópur auðlindir sínar saman og fluttist með hjálp frá Vatíkaninu til Brasilíu og lagðist í felur. Rannsóknir Millenium stofnunarinnar höfðu fundið leiðir til að breyta fólki í vampírur með óþekktum aðferðum (þótt gefið hafi verið í skyn að það krefðist skurðaðgerða), og fylgdust svo með þeim í gegnum tölvukubba.
[breyta] Saga
Millennium var stofnað fyrir enda Seinni heimsstyrjaldarinnar, skv. sérstakri beiðni Hitlers númer 666, til að rannsaka og nota ofurnáttúruleg fyrirbæri hernaðarlega. Árið 1944 var verkefni þeirra að skapa vampíruher eyðilagt af hinum 14 ára Walter C. Dornez og samstarfsmanni hans Alucards (sem hafði tekið á sér form ungrar stúlku). Í núverandi söguþræðinum (sem gerist árið 1999) hafa allir sem að verkefninu stóðu verið drepnir og ummerki um tilraunirnar eyðilagðar.
Eftir framgöngu Dornez hóf Millennium að huga að flótta. Fyrir lok árs 1944 höfðu flestir meðlimir flúið til Suður Ameríku, og tekið með sér liðsdeild 1.000 Waffen SS sjálfboðaliða. Hún var þekkt undir nafninu "Letztes Bataillon" sem mætti þýða sem hin "hinsta liðsdeild" eða "loka liðsdeildin".
[breyta] Meðlimir
- Majorinn/SS-Sturmbannführer Montana Max
- Fyrrum SS liðsmaður, sem réði eitt sinn yfir tilraunum Nasista tengdar vampírum, uns tilraununum voru eyðilaggðar af Walter á unga árum og Alucard árið 1944. Hann leiðir Letztes Bataillon (loka liðsdeildina) til að hefja óendandi stríð.
- Læknirinn (The Doctor)
- Brjálaði snillingurinn, sem leiddi til sköpunar 1.000 manna Nasista vampíruhers.
- SS-Hauptsturmführer Hans Günsche
- SS-Obersturmführer Rip van Winkle
- SS-Obersturmführer Zorin Blitz
- HJ-Oberstammführer Schrödinger
- Tubalcain Alhambra
- Luke Valentine og Jan Valentine
- Walter C. Dornez