Spjall:Millinafn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta passar ekki, sjá 1996 nr. 45 17. maí/ Lög um mannanöfn
III. kafli. Millinöfn. 6. gr. Heimilt er að gefa barni eitt millinafn auk eiginnafns þess eða eiginnafna. Millinafn má hvort heldur er gefa stúlku eða dreng. Millinafn skal dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn, sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annaðhvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Þó er eiginnafn foreldris í eignarfalli heimilt sem millinafn. Millinöfn, sem eru mynduð með sama hætti og föður- og móðurnöfn, sbr. 3. mgr. 8. gr., eru óheimil. Millinafn, sem víkur frá ákvæðum 2. mgr., er heimilt þegar svo stendur á að eitthvert alsystkini þess sem á að bera nafnið, foreldri, afi eða amma ber eða hefur borið nafnið sem eiginnafn eða millinafn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
og einnig
[1] Millinöfn. --Mói 14. nóv. 2005 kl. 12:41 (UTC)
- Akkúrat, millinöfnin eru í rauninni nokkurs konar ættarnöfn sem geta ekki staðið ein og sér sem ættarnöfn. Þurfum að breyta nafnasniðinu því að þar er talningin miðuð við að eiginnafn sé fyrsta nafn og annað/þriðja nafn sé millinafn þegar þetta er í raun sitt hvor flokkurinn. --Stalfur 14. nóv. 2005 kl. 12:46 (UTC)
- Afsakið. Ég var kannski fullfljótfær að gera þessa grein. Ég bjóst við því að átt væri við venjuleg millinöfn, eða þannig, ekki ættarnöfn heldur bara nöfn, sem eru bara ekki fyrsta nafn. Ég miðaði bara við ensku skilgreininguna á en:Middle name. Skrifaði greinina bara því að ég hugsaði að þetta yrði mjög einfalt og þetta var ein eftirsóttasta greinin eftir nafnaæðið hans Ævars. --Sterio 14. nóv. 2005 kl. 13:46 (UTC)