Morrinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Morrinn (upprunalegt nafn á sænsku er Mårran; finnska: Mörkö) er persóna í bókunum um Múmínálfana, eftir Finnann Tove Jansson. Morrinn er helkaldur og allt sem hann snertir frýs.
Við þýðingu bókanna (síðar teiknimyndanna) um Múmínálfana hefur þýðendum brugðist bogalistin, því í upprunalegu útgáfunni er Morran kvenkyns vera.
Morrinn er einnig nafn á leikhópi ungs fólks á Ísafirði. Stundum er orðið notað sem eins konar blótsyrði, t.d. segja menn „Morrinn gleypi mig“ eða „Morrinn eigi eitthvað“.