Neshreppur innan Ennis
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neshreppur innan Ennis var hreppur í Snæfellsnessýslu, norðan megin á Snæfellsnesi, milli Ólafsvíkurennis og Búlandshöfða.
Hreppurinn varð til á 19. öld ásamt Neshreppi utan Ennis við skiptingu Neshrepps í tvennt. Neshreppi innan Ennis var svo skipt í tvennt árið 1911, í Ólafsvíkurhrepp og Fróðárhrepp en þeir hreppar sameinuðust aftur 1. apríl 1990, að þessu sinni undir merkjum Ólafsvíkur.