Perlan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Perlan er bygging sem er staðsett efst á Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Hún var vígð 21. júní árið 1991. Perlan hvílir ofan á sex hitaveitugeymum sem rúma samtals 24 milljónir lítra af heitu vatni.
[breyta] Starfsemi í Perlunni
Á fyrstu hæð Perlunnar er Vetrargarðurinn sem er mikið notaður fyrir markaði, vörusýningar, listasýningar og tónleika.
Á fjórðu hæðinni er kaffitería, sælkeraverslun, minjagripasala, jólaland og útsýnispallur. Í sælkeraversluninni er hægt að kaupa ostrur, humar o.fl. góðgæti. Minjagripaverslunin er fyrir innan kaffiteríuna og þar er hægt að kaupa ýmsa minjagripi eins og t.d. lopavörur, íslensk málverk og margt fleira. Inn af sælkeraversluninni er jólalandið. Í jólalandinu er hægt að kaupa ýmislegt fyrir jólin eins og skraut á jólatréið, handunna listmuni og margt fleira. Á útsýnispallinum er hægt að njóta útsýnis yfir Reykjavík og nágrenni.
Á fimmtu hæðinni er veitingastaður Perlunnar sem er með útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann. Veitingastaðurinn snýst einn hring á tveggja klukkustunda fresti og gestirnir njóta útsýnisins til allra átta. Þar er oft ýmislegt um að vera á veitingastaðnum eins og nýársfögnuður, þar sem nýju ári er fagnað með veislu og flugeldasýningu. Þorrinn er einnig haldinn hátíðlegur með þorragöngu, rommkakói og þorrablóti. Ýmislegt annað er í boði á veitnigastað Perlunnar.
Perlan hefur verið valin í hóp fimm bestu útsýnisveitingahúsa heims.[1]
[breyta] Starfstími
- Perlan er opin alla daga frá kl. 10.00.
- Kaffiterían er opin alla daga milli kl. 10.00 – 21.00.
- Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 18.30 – 22.30.