Rótarlén
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rótarlén er sá hluti internetléna sem er á eftir síðasta punktinum, sem dæmi er .net rótarlén internetlénsins rsync.example.net.
IANA skiptir hinum ýmsu rótarlénum upp í þrjá flokka:
- Alþjóðleg rótarlén (enska: Generic top-level domains) eru táknuð með 3 eða fleiri stöfum aftast í lénsheitinu en öllum er frjálst um að sækja um lénsheiti sem falla undir þann flokk. Þekktust þeirra eru .com, .net og .org.
- Þjóðarlén (enska: Country code top-level domain) eru alltaf táknuð með 2 stöfum og eru úthlutuð af stofnunum eða fyrirtækjum innan ákveðins lands og eru venjulega strangari reglur um úthlutun þjóðarléna heldur en alþjóðlegra rótarléna. Í flestum löndum mega eingöngu skráðir ríkisborgarar sækja um lén inn í ákveðnu landi en nokkur þeirra hafa slakað á þeim kröfum.
- infrastructure top-level domain: .arpa sem notað er í IPv4 er til að þýða IP tölur yfir í lénsheiti er það eina.
Eydd/úreld: .cs .dd .su | Frátekin/Óúthlutað: .ax .cs .eh .kp .tl | Úthlutað en ekki í notkun: .bv .iq .sj .so .um | Endurnefnd: .bu .gb .zr | Sértilefni: .eu
Sjá einnig rótarlén