Sókrates
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sókrates eða Σωκράτης (4. júní, 469 f.Kr.? — 7. maí 399 f.Kr.) var grískur heimspekingur frá Aþenu. Hann fæddist á meðan gullöld Aþenu stóð. Allt sem er vitað um hann kemur aðallega úr ritum Platons (aðrar heimildir eru Aristófanes og Xenófon). Við hann er kennd „sókratísk kaldhæðni“.
Andstætt forverum sínum, náttúruspekingunum, fór hann að íhuga frekar náttúru samfélags og siða þess (þessir heimspekingar eru stundum kallaðir forverar Sókratesar). Þrátt fyrir að vera skynsemdarhyggjumaður eins og flestir samtímamenn hans (sófistarnir) þá var hann mjög andsnúinn geðþóttastefnu sem einkenndi suma þeirra og var sjálfur heittrúaður, en sófistar höfðu á tímum Pelópsskagaófriðarins gagnrýnt trúarbrögð, siði og reglur ríkisins. Með ítarlegri skoðun á þessum málum segja margir að Sókrates hafi verið upphafsmaður siðfræðinnar. Spurningar eins og; „Hverskonar líf er þess virði að því sé lifað?“, „Hvað er vinátta?“, „Hvað er réttlæti?“ drógu athygli spekinganna að nýjum málefnum og margir helstu hugsuða Aþenu urðu lærisveinar hans (þó svo að hann hafi sjálfur sagt að hann hefði enga lærisveina). Meðal þeirra var Platon [...]
[breyta] Hin sókratíska aðferð
Hin sókratíska aðferð sem svo hefur verið kölluð eftir aðferð Sókratesar í leit að svörum við spurningum sínum, felst í því að spyrja viðmælanda sinn spurninga og leiða í ljós mótsagnir í skoðunum hans. Með þessari aðferð fær hann fólk til að átta sig á hvað er rangt við sannfæringu þeirra (eða rétt) og hversu mikið (eða lítið) það raunverulega veit. Með þessu sagðist hann fæða visku hjá fólki og kallaði sig því „ljósmóður viskunar“. Aðferðin leiðir líka í ljós sameiginlegar grundvallarreglur samfélagsins sem við köllum siðareglur, þetta er líklegast ein af ástæðum þess að Sókrates er kallaður upphafsmaður eða faðir siðfræðinnar.
[breyta] Tengt efni
[breyta] Tenglar
- Á Stanford Encyclopedia of Philosophy:
- Vísindavefurinn: „Hvenær var Sókrates uppi og hverjir voru foreldrar hans?“
- Vísindavefurinn: „„Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið?“
- Vísindavefurinn: „Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?“
- Vísindavefurinn: „Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?“ (fyrra svar)
- Vísindavefurinn: „Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?“ (seinna svar)