Spjall:Sólkerfið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það er þetta með sólkerfið „okkar“. Ég er sammála Ævari að það er varla við hæfi að nota það orðalag, það er einhvern veginn svo lýsandi fyrir stórbokkaskap mannskepnunnar. Samt verður á það að líta, að alheimurinn er yfirfullur af sólkerfum, og það sólkerfi, sem við lifum og hrærumst í er ekkert sérstakara en önnur. Þess vegna er einhvern veginn ekki alveg nógu afmarkandi að segja bara sólkerfið, hvaða sólkerfi þá? Ég legg til að við segjum einhvernveginn svona: Sólkerfið, sem Jörðin er hluti af, ... o.s.frv. Hvað finnst ykkur? --Moi
- Ég hef svoldið verið að spá í það hvernig sé best að skrifa þessa grein og er í raun hægt að gera það á tvennan hátt, útfrá og innanfrá, og hallast ég svoldið að því fyrrnefnda þó greinin sé skrifuð eftir því síðarnefnda núna. Það yrði gert með að skrifa fyrst hvar sólkerfið er, bæði í vetrarbrautinni og svo staðsetning vetrarbrautarinnar og myndi greinin svo vinna sig inn á við.
- Með nafnið á greinni verð ég að vera ósammála þér, alltaf þegar ákveðin mynd orðisins sólkerfi er notað er átt sérstaklega við þetta kerfi, rétt eins og átt er sérstaklega við tunglið sem fylgir jörðinni þegar ákveðin mynd orðsins tungl er notað eitt og sér. Eina aðra heitið sem ég veit um að hægt væri að nota er Sol, en það er ættað úr latínu, er eitthvað notað í ensku, en ég sé ekki að það eigi sér neina notkunarsögu í íslensku. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:04, 14 jan 2005 (UTC)
- Og þetta með mýsnar var tilvísun í The Hitch Hikers Guide to the Galaxy, kafla 24, ( lesist frá "The Earth" hér ), en þar einmitt áttu mýsnar jörðina og gerðu tilraunir með mennina, þótt þeim síðarnefndu hafi tekist að misskilja samband þeirra tveggja á þann hátt að þeir héldu að þessu væri öfugt farið. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:09, 14 jan 2005 (UTC)
- Ég hallast líka að því að þessi grein sé skrifuð „utan frá“ frekar en „innan frá“. En það er einmitt séð utan frá, horft á alla þessa milljarða sólkerfa, sem mér finnst ákveðni greinirinn verða bara merkingarlaus. Sólkerfið? Hvaða sólkerfi? En ég er ekkert harður á þessu! --Moi 23:29, 14 jan 2005 (UTC)
- Er ekki auðveldast að tala um stjörnukerfi? Segjum sem svo að það séu mörg stjörnukerfi í mörgum stjörnuþokum og eitt þeirra stjörnukerfa er sólkerfið, sem fær nafnið frá stjörnu þess stjörnukerfis sem nefnist Sol á latínu eins og Ævar minntist á. Ég held að það sé besta aðgreiningin, best er að taka þessa skilgreiningu fram einhverstaðar náttúrulega. Að mínu mati er vitlaust að nefna aðrar stjörnuþokur en okkar vetrarbrautir (þótt svo að það sé gert jafnvel í lærdómsritum Íslenzka Bókmenntafélagsins), í mínum huga á vetrarbrautin aðeins við okkar stjörnuþoku og sólkerfið aðeins við okkar stjörnukerfi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10:58, 21 jan 2005 (UTC)
[breyta] Sólarpæling til umhugsunar
Hvernig beygist orðið sól? Sól/sól/sól/sólar - sólir/sólir/sólum/sóla. Þetta er dæmigerð sterk beyging kvenkynsorða, beygist eins og gátt og leið svo að dæmi séu tekin. Svolítið ber á því að menn hafi notað andlagsfallið „sólu“ í greinum og jafnvel breytt þágufallinu sól í sólu. Gott og vel. En þá er orðið í nefnifalli sóla, sem vissulega er til (sbr. „Sóla sólu fegri“ eins og segir í einhverju kvæði einhvers staðar) þó að sjaldgæft sé. Beygingin er þá veik og lítur þannig út: Sóla/sólu/sólu/sólu - sólur/sólur/sólum/sólna, beygist alveg eins og kirkja eða hilla. Þetta er nú svolítið framandi beyging, sérstaklega eignarfall eintölu og fleirtalan í öllum föllum nema þágufalli. Íslensk orðabók gefur eingöngu sterku beyginguna. Eins og oft áður er ekki alveg stætt á því að segja að eitt sé rangt og annað rétt, en menn verða samt að gæta sín á því að blanda ekki beygingunum saman. Nota annað hvort sterka beygingu alfarið eða veika beygingu alfarið. Ég held að menn kæmu ekki til með að sætta sig við veiku beyginguna nema eingöngu í þolfalli og þágufalli eintölu og þess vegna ættum við frekar að nota þá sterku í öllum föllum. Hvað finnst ykkur þegar þið hugsið málið? --Moi 14:30, 20 jan 2005 (UTC)
- Í kvæðinu segir "Sóley, sólu fegri". Sóla man ég ekki til að hafa séð nema sem stytting á kvenmannsnöfnum sem byrja á Sól-. Er "sólu" ekki bara dæmi um skáldaleyfi þar sem vantar tvö atkvæði í stað eins. Jónas virðist hafa notað þetta oft... "Sérattu Snæfells snjóvga tind, sólu roðinn" :) Ég vil hins vegar nota tækifærið og spyrja hvort þetta "samanstendur af" sé ekki ambaga. Finnst það einhvern veginn (þetta kemur oft fyrir hérna á wikipedia). Kann að vera að þetta sé allt í lagi, en ég myndi heldur vilja segja t.d. Í sólkerfi eru sólin og hlutir sem ganga umhverfis hana...". --Akigka 14:59, 20 jan 2005 (UTC)
-
- Takk fyrir þessa leiðréttingu á kvæðinu, gat nú svo sem verið að maður færi ekki rétt með. En það breytir svo sem ekki hlutarins eðli og ég sé ekki nauðsyn fyrir beygingarmyndina „sólu“, en þrátt fyrir það dettur mér ekki í hug að halda því fram að hún sé röng. Varðandi „samanstendur af“ og „Í sólkerfi eru sólin og hlutir sem ganga umhverfis hana...“ er ég alveg sammála! --Moi 16:34, 20 jan 2005 (UTC)
-
-
- Þar sem ég ber ábyrgð á þessum leiðréttingum, þá verð ég að taka þátt í þessari umræðu. Því miður fann ég enga færslu í orðabankanum góða sem við höfum gripið til hingað til, svo ég varð að fara aðrar leiðir. Beygingin sem ég hef í huga er þessi:
- eintala - hér er sól, um sól, frá sólu, til sólar
- fleirtala - hér eru sólir, um sólir, frá sólum, til sóla
- Ákvað ég að fletta upp á orðinu „sól“ í orðabókinni minni gömlu og sá kirkjulegu merkinguna „ganga að sólu“ (ganga að óskum, leika í lyndi). Síðan sá ég svar á Vísindavefnum þar sem minnst er á „Meðalfjarlægð frá sólu“ (http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2404). Persónulega tel ég að „sólu“ sé rétt í þessum tilvikum.
- Varðandi „samanstendur af“, þá er ég sammála.
- Þar sem ég ber ábyrgð á þessum leiðréttingum, þá verð ég að taka þátt í þessari umræðu. Því miður fann ég enga færslu í orðabankanum góða sem við höfum gripið til hingað til, svo ég varð að fara aðrar leiðir. Beygingin sem ég hef í huga er þessi:
-