Sjávarútvegur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjávarútvegur er samheiti á sjósókn ellegar fiskveiðum og fiskvinnslu. Sjávarútvegur hefur verið mikilvæg atvinnugrein á Íslandi frá upphafi Íslandsbyggðar. Með vélvæðingu fiskiskipaflotans, í upphafi 20. aldar velti sjávarútvegur landbúnaði úr sessi sem mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Sjávarútvegsmálum er á Íslandi stýrt af sjávarútvegsráðherra, en í flestum öðrum löndum heyra sjávarútvegsmál undir sama ráðherra og fer með landbúnaðarmál.
Vegna mikilvægis sjávarútvegs, háðu Íslendingar þorskastríð við Breta.