Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjómannasamband Íslands er landssamtök íslenskra sjómanna. Félagið er aðili að verkalýðsfélaginu ASÍ. Formaður er Sævar Gunnarsson og framkvæmdastjóri er Hólmgeir Jónsson. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna sjómanna og standa að gerð kjarasamninga við íslenska ríkið.
Sjómannasamband Íslands var stofnað 24. febrúar árið 1957. Í dag eiga 23 sjómanna- og verkalýðsfélög aðild að sambandinu. Um áramótin 2007 sameinuðust Sjómannafélag Reykjavíkur og Matsveinafélag Íslands undir nafninu Sjómannafélag Íslands og sögðu sig úr Sjómannasambandinu.
Aðildarfélög
- Afl, Starfsgreinafélag Austurlands
- Aldan - Stéttarfélag
- Báran, Stéttarfélag
- Sjómannafélag Hafnafjarðar
- Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavík
- Sjómannafélag Eyjafjarðar
- Sjómannafélag Ólafsfjarðar
- Sjómannafélagið Jötunn
- Stéttarfélagið Samstaða
- Verkalýðsfélag Akraness
- Verkalýðsfélag Húsavíkur
- Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
|
- Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
- Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
- Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn
- Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar
- Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar
- Verkalýðsfélagið Stjarnan
- Verkalýðsfélag Stykkishólms
- Verkalýðsfélag Vestfirðinga
- Verkalýðsfélag Þórshafnar
- Verkalýðsfélagið Vaka
- Vökull Stéttarfélag
|