24. febrúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan – Febrúar – Mars | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | |||
2007 Allir dagar |
24. febrúar er 55. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 310 dagar (311 á hlaupári) eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1630 - Skálholtsstaður brann. Þrettán hús eyðilögðust og mikil verðmæti fóru forgörðum.
- 1863 - Forngripasafn Íslands var stofnað að frumkvæði Sigurðar Guðmundssonar málara. Arftaki þess var Þjóðminjasafn Íslands.
- 1918 - Eistlendingar urðu sjálfstæð þjóð.
- 1924 - Íhaldsflokkurinn var stofnaður. Hann var síðar sameinaður Frjálslynda flokknum og mynduðu þeir Sjálfstæðisflokkinn.
- 1924 - Stytta af Ingólfi Arnarsyni var afhjúpuð á Arnarhóli í Reykjavík. Styttuna gerði Einar Jónsson myndhöggvari.
- 1946 - Juan Perón var kosinn forseti Argentínu.
- 1948 - Kalda stríðið: Tékkneski kommúnistaflokkurinn tók völdin í Tékkóslóvakíu.
- 1957 - Sjómannasamband Íslands var stofnað.
- 1975 - Led Zeppelin gáfu út breiðskífuna Physical Graffiti.
- 1991 - Minnisvarði var afhjúpaður í Innri-Njarðvík um Sveinbjörn Egilsson, rektor og skáld, sem þar var fæddur. Sveinbjörn þýddi meðal annars Hómerskviður.
- 1992 - Kurt Cobain gekk að eiga Courtney Love.
- 2002 - Vetrarólympíuleikunum lauk í Salt Lake City í Utah.
[breyta] Fædd
- 1791 - Sveinbjörn Egilsson, rektor, skáld og þýðandi (d. 1852).
- 1934 - Bettino Craxi, Forsætisráðherra Ítalíu (d. 2000).
[breyta] Dáin
- 1810 - Henry Cavendish, breskur vísindamaður (f. 1731).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |