Staðarhóls-Páll (Páll Jónsson)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðarhóls-Páll hét réttu nafni Páll Jónsson (um 1534 – 10. apríl 1598) og var af Svalbarðsætt, sonur Jóns Magnússonar ríka frá Svalbarði og Ragnheiðar á rauðum sokkum. Hann var sýslumaður og bjó um tíma á Staðarhóli í Dölum en lengst af á Reykhólum í Reykhólasveit. Páll nam í Munkaþverárklaustri og einnig utanlands. Hann var talinn einn mestur lagamaður á sinni tíð og þótti heldur harðdrægur í viðskiptum. Hann kvæntist Helgu Aradóttur, sonar Jóns biskups Arasonar 2. janúar 1558, og unnust þau mjög í fyrstu en ástir þeirra kólnuðu brátt og versnaði allur vinskapur. Kvað Páll þá heldur ósnoturlega um hana (sjá hér), en hafði áður ort til hennar eldheit ástarljóð. Þau slitu svo að lokum samvistir. Páll var frumlegt skáld og í kveðskap hans gætir talsvert ljóðrænnar náttúrurómantíkur sem fremur minnir á miðevrópskan skáldskap þess tíma en íslenskan.
[breyta] Heimild
- Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.