Spjall:Stjórnleysisstefna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta er „efnileg“ grein gæti alveg orðið úrvalsgrein með smá vinnu og viðbótum. --Cessator 1. apríl 2006 kl. 23:20 (UTC)
- Jább. --Jóna Þórunn 1. apríl 2006 kl. 23:21 (UTC)
- Sammála. Mætti setja fleiri myndir; t.d. ef að einhverjar eru til frá þessum fundum og mótmælagöngum og hvaðeina. --Smári McCarthy 20. maí 2006 kl. 00:22 (UTC)
- Þess má geta að ég gerði þess athugasemd að ofan áður en greinin var stytt mjög og þótt ég sé ekki að draga í land beinlínis ætla ég að hafa fyrirvara á mínum stuðningi þar til ég hef lesið nýju útgáfuna almennilega. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:18 (UTC)
- Sammála. Mætti setja fleiri myndir; t.d. ef að einhverjar eru til frá þessum fundum og mótmælagöngum og hvaðeina. --Smári McCarthy 20. maí 2006 kl. 00:22 (UTC)
[breyta] Heiti á stjórnleysisstefnum
Það er einn galli finnst mér á að nota lýsingarorðið „stjórnlaus“ í heitum á hinum ýmsu stjórnleysisstefnum, eins og „stjórnlaus einstaklingshyggja“, og hann er sá að orðið „stjórnlaus“ hljómar svolítið eins og „taumlaus“ og „botnlaus“; ekki viljum við gefa í skyn að stjórnlaus einstaklingshyggja sé taumlaus einstaklingshyggja, er það? Því það hljómar eins og skammaryrði. Með það í huga mætti e.t.v. færa rök fyrir að „stjórnleysiseinstaklingshyggja“ eða kannski „stjórnleysis-einstaklingshyggja“ séu betra. Ég veit ekki hvort ég beri að einhverju leyti ábyrgð á einhverjum þessara íslensku þýðinga því í greininni voru að mestu slettur úr erlendum málum áður en ég gerði breytingar og setti inn íslensk nöfn, en ég vil alla vega vekja athygli á þessu. Hvað finnst fólki um þetta? --Cessator 19. maí 2006 kl. 19:15 (UTC)
- Þetta var í einu orði fyrst. Ég stakk upp á því að skipta þessu upp í tvö orð því mér þykja svona löng heiti frekar ógeðfeld. Það væri indælt ef að það væru til orð yfir þetta sem væru stutt og lýsandi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. maí 2006 kl. 20:17 (UTC)
- Íslenskan ræður við níu atkvæða orð en varla neitt mikið lengra en það. --Cessator 19. maí 2006 kl. 20:41 (UTC)
- Það er nefnilega vandinn... Væri flottast ef hægt væri að finna svoleiðis orð. Einstaklingsstjórnleysi? Nah. Félagsstjórnleysi ... gæti mögulega gengið, en það kemur illa út af það ekki samræmi í orðunum... --Odin 20. maí 2006 kl. 00:20 (UTC)
- „Stjórnleysiseinstaklingshyggja“ er bara átta atkvæði (í aukaföllum m. ákv. gr. er orðið bara níu atkvæði, sbr. „stjórnleysiseinstaklingshyggjunni“); „stjórnleysisfélagshyggja“ er bara sjö atkvæði og „stjórnleysiskvenhyggja“, „stjórnleysisfeminismi“, „stjórnleysisjafnréttishyggja“, „stjórnleysissamvinnuhyggja“, „stjórnleysissamtakahyggja“, „stjórnleysissamyrkjustefna“, „stjórnleysisumhverfishyggja“ og „stjórnleysissameignarstefna“ eru sömuleiðis átta eða færri atkvæði. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:16 (UTC)
Ég var að spá í þessum nafnamálum og kom upp með "valdleysi" yfir "anarchy". Mér finnst það passa betur en "stjórnleysi", sbr. höfnun á yfirvaldi. Einnig finnst mér "hyggja" (e. tendency) eiga betur við en "stefna". Valdleysishyggja. Hvað finnst ykkur? --Hinrik 20. júní 2006 kl. 09:09 (UTC)
- „Valdleysi“ er svo sem ekki verra orð en hvað annað. Það sem ég sé að því er hins vegar eftirfarandi: (1) það er löngu rótgróin hefð að tala um stjórnleysisstefnu, stjórnleysingja o.s.frv. og Wikipedia er ekki staðurinn til að búa til ný orð þegar orð eru þegar til um sama hlut; (2) það leysir ekki vandann sem rætt er um að ofan varðandi langar og óþjálar samsetningar. --Cessator 20. júní 2006 kl. 09:20 (UTC)