New Immissions/Updates:
boundless - educate - edutalab - empatico - es-ebooks - es16 - fr16 - fsfiles - hesperian - solidaria - wikipediaforschools
- wikipediaforschoolses - wikipediaforschoolsfr - wikipediaforschoolspt - worldmap -

See also: Liber Liber - Libro Parlato - Liber Musica  - Manuzio -  Liber Liber ISO Files - Alphabetical Order - Multivolume ZIP Complete Archive - PDF Files - OGG Music Files -

PROJECT GUTENBERG HTML: Volume I - Volume II - Volume III - Volume IV - Volume V - Volume VI - Volume VII - Volume VIII - Volume IX

Ascolta ""Volevo solo fare un audiolibro"" su Spreaker.
CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Stjórnleysisstefna - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Stjórnleysisstefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  • Stjórnleysisstefna
  • Frjáls félagshyggja
  • Hugtök í stjórnleysisstefnu
    • Beinar aðgerðir
    • Eignarhald og eignarvald
    • Samhjálp
  • Stjórnleysisskipulag

Stjórnleysisstefna (eða anarkismi) er stjórnmála- og félagsstefna sem einkennist fyrst og fremst af andstöðu við yfirvald, og höfnun á réttmæti þess. Fylgismenn stefnunnar stefna að samfélagi byggðu á sjálfviljugri samvinnu einstaklinga.

Stjórnleysingjar eru afar fjölbreyttur hópur, eins og við er að búast, þar sem hugmyndafræðin byggist upp á höfnun á yfirvaldi, gagnrýninni hugsun og einstaklingsfrelsi.

Nafngjöfin á þessari stjórnmálastefnu, anarkismi (sem íslenskað hefur verið sem stjórnleysisstefna), er upphaflega níðyrði andstæðinganna sem vildu meina að hún mundi leið til upplausnar og ringulreiðar. Orðið sjálft kemur úr grísku αναρχία (anarkhos) og þýðir án höfðingja eða stjórnanda.

Efnisyfirlit

[breyta] Einkennandi hugmyndir

Stjórnleysisstefna einkennist, eins og nafnið gefur til kynna, af andstöðu við stjórnun. Hér er í raun átt við stjórn eins á öðrum; einstaklingar og hópar hafa að sjálfsögðu rétt til sjálfstjórnar.

[breyta] Ríkisandstaða

Ríkið hefur tilskipunarvald á ákveðnu landsvæði. Tilskipunarvald er í beinni andstöðu við hugmyndirnar sem liggja að baki stjórnleysisstefnu, og því má telja nokkuð ljóst að stjórnleysingi hljóti að vera andstæðingur ríkisvalds. Í ófáum orðabókum er stjórnleysisstefna skilgreind sem andstaða við ríkisvald. Þó er ekki hægt að segja að andstaða við ríkisvald sé allt sem í stjórnleysi felst.

[breyta] Aðgreining eignarréttar og andkapítalismi

Kapítalísk einkaeign greinir ekki milli tannbursta og fjölþjóðafyrirtækis. Stjórnleysingjar telja að hér sé um tvær ólíkar gerðir eignar að ræða. Annars vegar er eign sem einstaklingur hefur sjálfur bein not af, eins og tannbursti eða íbúð sem hann býr sjálfur í. Hins vegar er eign sem einstaklingurinn notar ekki sjálfur, heldur lætur aðra nota í sinn stað (og fær yfirleitt greiðslu í staðinn). Í þessum flokki mætti finna hlutabréf í fjölþjóðafyrirtæki, sem tákna peninga sem fyrirtækið notar, og íbúð sem eigandinn leigir út.

Þessi aðgreining var fyrst sett á prent af Proudhon, og hefur verið notuð af stjórnleysingjum allar götur síðan. Enn fremur hafa stjórnleysingjar verið andsnúnir seinni gerðinni, þó svo að nokkuð hafi greint á um nákvæma túlkun svo og nánari útfærslu aðgengisreglna. Ljóst má þykja að þessi andstaða leiðir af sér andkapítalisma, en kapítalisminn er efnahagskerfi sem byggir á seldri vinnu við eign annarra.

[breyta] Beinar aðgerðir

Stjórnleysingjar styðja almennt það sem þeir nefna „beinar aðgerðir“. Beinar aðgerðir fela í sér allt það sem einstaklingar og hópar gera til að fá sínu framgengt án milliliða. Verkföll eru þannig beinar aðgerðir, en kjör vinstrisinnaðra stjórnmálaflokka á þing er það ekki. Bein aðgerð getur einnig falið í sér myndun stuðningskerfis, eins og sjálfstæðs skólakerfis og heilbrigðisþjónustu.

Öfgakenndar útgáfur þessarar hugmyndar hafa verið notaðar til að réttlæta hryðjuverk, nánar tiltekið launmorð. Til dæmis var William McKinley bandaríkjaforseti skotinn til bana af Leon Czolgosz árið 1901. Einnig hefur Earth Liberation Front beitt svipaðri röksemd fyrir íkveikjum og skemmdarverkum.

[breyta] Kvíslir

Stjórnleysisstefna er margbrotin, og innan hennar rúmast afar ólíkar hugmyndir. Helsta skipting hreyfingarinnar er þó í það sem nefna má hægri og vinstri arma hennar – sem einnig má nefna einstaklings- og félagshyggjuhluta hennar. Þessar greinar má svo einnig sundurgreina enn frekar. Þrátt fyrir þetta misræmi hugmynda hefur lítið farið fyrir missætti stjórnleysingja; kvíslir stjórnleysisstefnu eru lausar í sér, og algengt er að stjórnleysingjar tileinki sér hugmyndir víða að.

[breyta] Stjórnlaus einstaklingshyggja

Málverk eftir Gustave Courbet frá 1865 af Pierre-Joseph Proudhon og börnum hans
Málverk eftir Gustave Courbet frá 1865 af Pierre-Joseph Proudhon og börnum hans

Höfuðmunurinn á einstaklingshyggjustjórnleysingjum og hinum ýmsu félagshyggjuhópum er stuðningur þeirra fyrrnefndu við frjálsan markað. Þennan stuðning má rekja til Pierre-Joseph Proudhon, en hugsjón hans um stjórnlaust samfélag byggði á frjálsum félögum verkamanna (e.k. samvinnufélög) og gagnkvæmum bönkum. Einstaklingssinnaðir stjórnleysingjar telja að samvinnufélögin muni kjósa að selja framleiðslu sína á markaði, frekar en að bindast í stærri samtök, eins og félagshyggjustjórnleysingjar telja líklegra.

[breyta] Stjórnlaus félagshyggja

Mikhail Bakunin
Mikhail Bakunin

Félagshyggjustjórnleysingjar eru sá hópur sem hefur verið ráðandi í hreyfingunni í Evrópu, og ýmsar kvíslir hennar hafa náð verulegum vinsældum víða. Hugmyndir þeirra má að verulegu leyti rekja til Mikhail Bakunin, sem aftur byggði á hugmyndum Proudhons. Eins og fram kom að ofan felst helsti munur á félagshyggjustjórnleysingjum og einstaklingshyggjustjórnleysingjum í því að þeir fyrrnefndu vilja leggja markaðskerfið af. Það sem greinir helst milli ýmissa félagshyggjustjórnleysingja er nákvæmlega hvað þeir telja heppilegast til að setja í staðinn.

[breyta] Áhersluatriði

Til viðbótar við þessa hópa, sem leggja höfuðáherslu á efnahagsbreytingar og umbætur og réttindi verkafólks, hafa á 20. öld birst nýjar greinar stjórnleysisstefnu sem falla oft undir efnahagshugmyndir ofangreindra en beina sjónum fyrst og fremst að öðrum málefnum. Þar má meðal annars nefna stjórnlausa jafnréttishyggju og umhverfisvænt stjórnleysi.

[breyta] Ekki stjórnleysi?

Þrátt fyrir umburðarlyndi stjórnleysingja eru tvær hreyfingar sem báðar vilja taka sér titilinn en mæta andstöðu. Hér er um að ræða stjórnlausa auðvaldshyggju og frumstæðishyggju. Í gegnum ríflega 150 ára sögu hefur stjórnleysisstefna staðið fyrir óhikaða og algjöra andstöðu við ríkjandi efnahagsfyrirkomulag. Stjórnlaus auðvaldshyggja, róttækur armur frjálshyggjuhreyfingarinnar, á því lítið sem ekkert skylt við hina hefðbundnu stjórnleysishreyfingu, sem er hafnað nær algjörlega. Svipað við um frumstæðishyggju (eða primitivisma): Þeir hafna nær öllum lausnum og hugmyndum stjórnleysingja, sem þeir telja ekki ganga nógu langt. Vandamálið, segja frumstæðissinnar, er ekki ríkið eða auðvaldshyggja, heldur siðmenning. Við verðum að hverfa aftur; misjafnt er hversu langt: Margir telja nógu gott að fara aftur fyrir iðnbyltinguna en John Zerzan vill afnema tungumál og tímaskynjun.

[breyta] Tengt efni

[breyta] Þekktir stjórnleysingjar

  • Pierre-Joseph Proudhon
  • Mikhail Bakunin
  • Pjotr Kropotkin
  • Alexander Berkman
  • Emma Goldman
  • Errico Malatesta
  • Nestor Makhno
  • Emiliano Zapata
  • Buenaventura Durruti
  • Noam Chomsky

[breyta] Sögulegir atburðir

  • Parísarkommúnan, 1871
  • Uppreisnin í Kronstadt, 1921
  • Borgarastríðið á Spáni, 1936
  • Maí 1968 í París, Frakklandi
  • Byltingin í Ungverjalandi, 1956
  • Mótmæli gegn Alþjóða Viðskiptastofnuninni í Seattle, 1999

[breyta] Tenglar

[breyta] Um stjórnleysisstefnu

[breyta] Stjórnleysingjavefsíður

Static Wikipedia (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2006 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu

Static Wikipedia February 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu