Thalía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thalía er leikfélag Skólafélags Menntaskólans við Sund sem stofnað var árið 1973. Mörg Setja inn myndmargbreytileg leikrit hafa verið sýnd, auk þess hafa mörg leikrit verið samin sérstaklega fyrir hópinn. Það var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur því fyrsta leikritið sem frumsýnt var, var leikritið Afmælisveisla eftir Harold Pinter. Eftir þetta leikrit hafa verið sýnd mörg önnur sígild leikrit þar á meðal Lýsistrata eftir Aristófanes og Mutter Courage eftir Berthold Brecht og Kirsubergjagarðurinn eftir Tjeckov. Á dagskrá leiklistasviðisins hafa oftast verið leikrit af erlendum uppruna, en þó hafa nokkur íslensk verk verið sett upp af leikfélagi MS, s.s. Galdra–Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson.
Af kennurum skólans hafði Sverrir Hólmarson, sem starfaði við skólann um árabil, mest afskipti af þessum þætti skólalífsins og að auki hafa margir leiðbeinendur og leikstjórar komið til við sögu leiklistasviðs MS.
Veturinn 1977-1978 er skv. leikskrá 2. leikár Thalíu, leiklistarsviðs MS. Nafnið Thalía kemur þá væntanlega fyrst fyrir þegar nafni skólans er breytt úr MT í MS haustið 1976. Á fyrsta og öðru leikári Thalíu var Gísli Rúnar Jónsson fenginn til að leikstýra hópnum. Fyrra árið (1976-77) var sett upp leikritið Sandkassinn eftir sænskan höfund, Kent Anderson. Ári síðar var settur upp skopleikur eftir þá Arnold og Bach sem heitir Stundum bannað og stundum ekki. Á þriðja ári voru Eðlisfræðingarnir eftir Dürrenmatt settir á svið í leikstjórn Þóris Steingrímssonar.
Síðasta leikrit sem Thalía setti upp var Sódóma eftir kvikmyndinni Sódóma Reykjavík.
Leikritið árið 2007 heitir Rómeó og Júlíus og er eftir þá Arnþór Gíslason, Karl Sigurðsson og Eyþór Snorrason ásamt Sigurjóni Kjartanssyni sem jafnframt leikstýrir verkinu. Formaður Thalíu 2006-2007 er Karl Sigurðsson.