Veitingahús
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veitingahús eða veitingastaður er staður sem selur tilbúinn mat og drykk til neyslu á staðnum. Hugtakið á við um alls kyns staði og ólíkar gerðir matar, allt frá litlum kaffihúsum, börum og skyndibitastöðum að stórum heimsfrægum veitingahúsum þar sem litið er á matargerð og framreiðslu sem hámenningu.