Verkfall
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verkfall er skipulögð vinnustöðvun launafólks í fyrirtæki, starfsgrein(um) eða iðnaði til að ná fram úrbótum eins og til dæmis launahækkun eða bættum vinnuskilyrðum. Verkföll urðu fyrst mikilvæg í réttindabaráttu launafólks í Iðnbyltingunni þegar þörf skapaðist fyrir mikinn fjölda vinnuafls í verksmiðjum.