Snið:Vissir þú
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
...að Pýþagórísk þrennd er hverjar þær þrjár heiltölur sem geta verið hliðarlengdir í rétthyrndum þríhyrningi? Minnsta slík þrennd er (3,4,5), en óendanlega margar eru til.
...að þjóðsöngurinn, Ó, Guð vors lands!, bæði ljóð og lag, var samið í Bretlandi?
...að Logi Bergmann Eiðsson hefur sungið á tónleikum með Iron Maiden?
...að Höskuldur Hvítanessgoði var drepinn af fósturbræðrum sínum og Merði Valgarðssyni?
...að Merkúríus (Merkúr) er næstminnsta reikistjarnan og sú sem næst er sólinni?
...að ótrúlegustu spurningum eins og „Af hverju er himinninn blár?“ er svarað á Vísindavef Háskóla Íslands?[1]
...að Snjór er úrkoma vatns í formi kristallaðs íss, sem samsett er úr miklum fjölda óreglulegra korna, sem nefnast snjókorn?