Þéttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þéttir | Pólaður þéttir |
Stillan- legur þéttir |
---|---|---|
![]() |
![]() |
Þéttir er rásaeining eða íhlutur sem getur geymt orku í rafsviði sem myndast milli tveggja planleiðara. Þegar spenna er sett á þétti safnast rafhleðslur fyrir á plötunum. Jafnmikil hleðsla myndast á hvorri plötu, en með mismunandi formerkjum.
Þéttar hafa þann eiginleika að þeir geta geymt orku, og eru því notaðir sem orkugeymandi rásaeiningar í rafrásum. Þéttar gera líka greinarmun á hátíðni- og lágtíðnimerkjum (e. signal), sem gerir þá afar gagnlega í hliðrænum síum.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Capacitor“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. desember 2006.