Á (landform)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Á er yfirleitt frekar breiður straumur fallvatns sem rennur venjulega í vatnsfarvegi sem myndast þegar þyngdaraflið togar vatnið nær miðju jarðar. Við það rífur áin með sér upp lausan jarðveg sem og vinnur jafnt og þétt á þeim sem fastur er fyrir sem að endingu mulnar, við það geta myndast falleg gil og mikil gljúfur. Efnið sem áinn flytur með sér er kallað aur, áreyrar og óseyrar myndast vegna framburðar aurs. Þegar á rennur fram af fjalli eða niður gljúfur er það kallað foss. Vatn sem rennur niður er kallað fallvatn vegna þess að það fellur alltaf sem nærst miðju jarðar. Vatnið heldur áfram að renna nær miðjunni þar til það nær þyngdarpunktur við það myndast t.d. stöðuvatn. Sjór er líka í þyngdarpunkti frá jörðu en tunglið og sólin togast á við þyngdarafl jarðar svo við það myndast sjávarföllin. Á getur bara runnið í eftirfarandi:
-
- stöðuvatn,
- aðra stóra á
- eða til sjávar.
Jörðin beggja megin við ána er kölluð árbakki.
Á byrjar venjulega sem spræna eða lækur sem myndast yfirleitt af
-
- rigningarvatni sem fellur - oftast á landsvæði í talsverðri hæð,
- frá lind eða stöðuvatni með útrennsli,
- eða vegna jökulbráðnunar.
Eftir því sem lækurinn verður vatns meiri er byrjað að kalla hann á þó ekki sé til nein vísindaleg skilgreining á hvað telst lækur og hvað teljist á og eftir því sem áin verður stærri vatnsmeiri er fljótlega byrjað að kalla hana fljót.
Þess vegna eru Ár yfirleitt flokkaðar í þrjá flokka eftir eðli þeirra og rennsli, þ.e. í lindár, dragár og jökulár.
Efnisyfirlit |
[breyta] Lindár
Aðalgrein: Lindá
Lindá kallast á sem hefur upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem vatn sprettur fram úr bergi. Hitastig og vatnsmagn lindáa eru jöfn allt árið og við upptökin leggur þær ekki. Lindár eru tærar og lygnar, auk þess sem bakkar þeirra eru vel grónir.
[breyta] Dragár
Dragár eru bundnar við svæði með fremur þéttum berggrunni. Dragár eiga það sameiginlegt að hafa sér engin sjáanleg upptök. Dragár verða oftast til úr dældum, daladrögum eða sytrum en stækka smátt og smátt þegar neðar dregur. Rennsli dragár er mjög háð úrkomu. Þær geta því verið mjög vatnslitlar einn daginn en stærðar fljót þann næsta.
[breyta] Jökulár
Jökulár koma undan jöklum og verða til við bráðnun jökulíss. Vatnsmagn jökuláa fer því eftir lofthita og eru þær þess vegna mun vatnsmeiri seinnipart sumars heldur en á veturna.