1362
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
1351–1360 – 1361–1370 – 1371–1380 |
Aldir |
[breyta] Atburðir
- 8. júlí - Grundarbardagi: Smiður Andrésson hirðstjóri og Jón skráveifa lögmaður vegnir á Grund í Eyjafirði.
- Mesta öskugos Íslandssögunnar verður í Hnappafellsjökli. Litla-Hérað fór í eyði allt og var sveitin nefnd Öræfi þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn Öræfajökull.
- Valdimar atterdag vinnur sigur á Hansasambandinu við Helsingjaborg.
- Enska tekur við af frönsku sem opinbert tungumál Englands í fyrsta skipti frá innrás Normanna 1066.
- Þórarinn Sigurðsson verður Skálholtsbiskup.