Birki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Birki |
|||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Þýsk Ilmbjörk
|
|||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||
|
|||||||||||||
|
|||||||||||||
|
Birki er ættkvísl jurta af birkiætt sem vaxa víða um norðurhvel jarðar. Birki er skylt elri (kallast einnig ölur) og hesli sem teljast einnig til birkiættar.
Birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki.
[breyta] Birki á Íslandi
Á Íslandi eru tvær birkitegundir innlendar og jafnframt mjög einkennandi fyrir íslenska náttúru: ilmbjörk (birki í daglegu tali) og fjalldrapi. Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að allt að þriðjungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi.