Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blý er frumefni með efnatáknið Pb (frá latneska heitinu fyrir blý, Plumbum) og er númer 82 í lotukerfinu. Það er mjúkur, eitraður, þungur og þjáll tregur málmur. Blý er bláhvítt þegar það er nýsneitt en tærist yfir í daufgráan lit við snertingu vð loft vegna oxunar. Blý er notað í byggingargerð, blýsýrurafgeyma, byssukúlur, og sem partur af lóðmálmum, pjátri og sambræðanlegum málmblöndum. Blý hefur hæstu atómtölu allra stöðugra efna (þess má geta að Bismút-209 hefur helmingunartíma milljarðfaldan þekktan aldur alheimsins og er stundum talið sem stöðugt, þessvegna er bismút stundum talið hafa hæsta atómtölu allra stöðugra efna).