Frumefni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frumefni er efni sem öll önnur efni eru samsett úr og ekki er hægt að skipta því niður í smærri einingar með venjulegum efnafræðilegum aðferðum. Grunneining frumefnis er frumeind (atóm) og eru allar frumeindir frumefnis með sömu sætistölu og sama fjölda rafeinda en geta haft mismunandi fjölda nifteinda (samsæta).