Brúnsvík
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brúnsvík (háþýska: Braunschweig, lágþýska: Brunswiek) er borg með 245.000 íbúa (31. desember 2004). Borgin er staðsett í sambandslandinu Neðra-Saxlandi í Þýskalandi. Borgin liggur norðan við Harz-fjöllin við ána Oker sem tengir Norðursjóinn við árnar Aller og Weser.