Bragi Ásgeirsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bragi Ásgeirsson (f. 1931) er grafíklistamaður, listmálari og myndlistakennari. Þar að auki gagnrýnandi á Morgunblaðinu um árabil.
Efnisyfirlit |
[breyta] Menntun
- Nám í Handíða- og myndlistarskólanum 1947-1950.
- Listaháskólinn í Kaupmannahöfn 1950-1952 og 1955-1956 (grafík).
- Listaháskólinn í Osló og Listiðnaðarskólinn (grafík) 1952-1953.
- Námsdvöl í Róm og Flórenz 1953-1954, meðlimur í Associazione Artistica Internazionale, Róm.
- Listaháskólinn í München 1958-1960.
- Námsferðir um flest lönd Evrópu, Ameríku, Kananda, Kína, og Japan.
[breyta] Starfsferill
Kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1956-96, upphaflega í grafík, og að því leyti brautryðjandi á Íslandi. Listrýnir og greinahöfundur við Morgunblaðið frá 1966. Hefur hlotið dvalar- og námsstyrki frá öllum Norðurlöndunum, m.a. Edvard Munch styrkinn 1977. Styrkþegi DAAD Sambandslýðveldisins V.-Þýskalands 1958-60. Hlaut starfstyrk ísl. ríkisins 1978-9. Borgalistamaður Reykjavíkur 1981-8. Hlaut medalíu Eystrasaltsvikunnar/ Pablo Neruda friðarpeninginn á tvíæringnum í Rostock 1978. Heiðursfélagi í félaginu Islenzk grafík frá 1983. Fyrsta einkasýning í Listamannaskálanum við Kirkjustræti 1955, sýndi þar einnig 1960 og 1966. Hefur gert veggskreytingar í Hrafnistu og Þelamerkurskóla, myndlýst kvæðið Áfangar eftir Jón Helgason. Hefur haldið fimm einkasýningar í Norræna húsinu og fjölda minni sýninga í Reykjavík og úti á landi. Einkasýning í Kaupmannahöfn 1956. Tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis, um öll Norðurlönd og víðs vegar annars staðar í Evrópu, tíu fylkjum Bandaríkjanna, Rússlandi, Japan og Kína. Tók þrisvar þátt í tvíæringnum í Rostock og einu sinni Evróputvíæringnum (1988). Sýning á 366 myndverkum, Heimur augans, í öllum sölum Kjarvalsstaða 1980. Í sýningarnefnd Félags íslenzkra myndlistarmanna 1969-72, þar af formaður í tvö ár 1971-73. Fulltrúi í alþjóðlegri nefnd varðandi Biennalinn í Rostock 1967-81. Heiðursgestur 1981. Heiðursskjal fyrir grafík, Kraká, Póllandi 1968, Bjartsýnisverðlaun Brøste 1982, Borgarlistamaður Reykjavíkur 1981-82.
Myndir í eigu Listasafns Íslands, Reykjavíkur, ASÍ, Kópavogs, Borgarness, Selfoss, Siglufjarðar, Colby College Maine og Norður-Þýska listasafninu, Rostock, Alþingis, margra banka opinberra stofnanna og einkasafna heima og erlendis.
[breyta] Ritstörf
Skrifað fjölda greina um íslenska list í íslensk og erlend blöð og rit. Ritsmíð í sérútgáfu um Albrecht Dürer 1973, ritsmíð um þýska núlistamannin Mario Reis 1979. Ritstjóri f.h. Íslands við N.K.F. blaðið 1974-76. Grein um íslenska myndlist frá fornöld til nútímans í kynningarriti um Ísland (Anders Nyborg/ Loftleiðir), 1974.