Breiðholt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hverfi í Reykjavík |
---|
Vesturbær |
Miðborg |
Hlíðar |
Laugardalur |
Háaleiti |
Breiðholt |
Árbær |
Grafarvogur |
Kjalarnes |
Úlfarsfell |
Breiðholt er hverfi í austurhluta Reykjavíkur með um 21 þús. íbúa. Nafnið er dregið af bænum Breiðholt, sem staðsettur var þar sem nú er Skógarsel. Hverfið skiptist í Efra-Breiðholt (Fell, Berg og Hólar), Neðra-Breiðholt (Bakkar og Stekkir) og Seljahverfi.
Í vestur markast hverfið af Reykjanesbraut. Í norður og austur markast hverfið af Elliðaám, syðri kvísl. Í suður markast hverfið af sveitarfélagamörkum Kópavogs.
Flestar verslanir og þjónusta eru staðsettar í Mjódd. Í Breiðholti eru 5 grunnskólar: Breiðholtsskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli, Fellaskóli og Hólabrekkuskóli og einn framhaldsskóli: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Í hverfinu eru þrjár kirkjur: Breiðholtskirkja, Seljakirkja og Fella- og Hólakirkja.
Meðal annarra stofnana má nefna tvö útibú Borgarbókasafns: Gerðuberg og Seljasafn og félagsmiðstöðvarnar Miðberg, Fellahellir og Hólmasel.
Í hverfinu eru starfrækt þrjú íþróttafélög: Íþróttafélagið Leiknir, Íþróttafélag Reykjavíkur og Sundfélagið Ægir