Ferðaþjónusta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem snýst um ýmsa þjónustu við ferðamenn, s.s. fólksflutninga, gistingu, veitingarekstur og afþreyingu. Ferðaþjónusta á sér langa sögu, en venjan er að miða við Grand Tour eða menningarferðir á slóðir klassískrar menningar á 18. öld sem upphaf skipulegrar ferðaþjónustu. Fjöldaferðamennska hefst með auknum kaupmætti verkafólks og ákvæðum um sumarfrí á 20. öld. Síðustu ár hefur fjöldaferðamennska smám saman vikið fyrir dreifðari ferðamennsku, meðal annars vegna sveigjanlegri frítíma almennings. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein í mörgum löndum.