Ferðaþjónusta á Íslandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferðaþjónusta á Íslandi | |
Hlutfall landsframleiðslu (%) | 4,7 (2002) |
Hlutfall útflutningstekna (%) | 12,1 (2002) |
Hlutfall mannafla (%) | 3,5 (1996) |
Fjöldi fyrirtækja | 1629 (1996) |
Framleiðsla – Einingar – Ársvelta |
4800 ársverk (milljarðar króna) |
Ferðaþjónusta á Íslandi er ört vaxandi atvinnugrein sem hefur öðlast aukið mikilvægi á landsvísu undanfarin ár, hún var árið 2002 næstmikilvægasta útflutningsgreinin á eftir sjávarútvegi. Heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands fjölgar eftir veldisfalli þótt fáir sæki landið heim í samanburði við önnur Evrópulönd.
Helstu greinar ferðaþjónustu á Íslandi eru náttúrutengd ferðaþjónusta og menningartengd ferðaþjónusta auk ýmissar starfsemi í kringum námsferðir, viðskiptaferðir, ráðstefnuferðir, komu skemmtiferðaskipa, og þar fram eftir götunum.